Friday, October 10th
ÁSTA
doors 19:30 / show 20:00
2500kr / 2000kr for students
https://blink.blikk.tech/76e73a0d-d747-4673-ba6a-2095599e06b6
Ásta celebrates the release of her second full-length album, Blokkarbarn, with a concert at Mengi.
Blokkarbarn traces its roots back to cassette recordings from Ásta’s childhood, where she – then only a year and a half old – sings and chats with her father. Through these recordings and new compositions, she explores the feeling of returning home after a long time away, facing change, and redefining what “home” means.
Ásta created the album in collaboration with producer Árni Hjörvar, with a focus on giving the record its own unique character by using the viola in the widest possible range of ways. The result is a soundscape that is progressive and at times challenging, yet always warm and familiar.
For the first time, the album will be performed in its entirety, track by track. Ásta will also share the stories behind the songs, giving the audience a chance to connect with the album on a deeper level.
//
Ásta fagnar útgáfu annarrar breiðskífu sinnar, Blokkarbarn, með tónleikum í Mengi.
Blokkarbarn á rætur sínar að rekja í kasettuupptökur frá æsku Ástu þar sem hún - þá aðeins eins og hálfs árs - syngur og spjallar við föður sinn. Í gegnum þessar upptökur og nýjar tónsmíðar glímir hún við tilfinninguna að snúa aftur heim eftir langan tíma, horfast í augu við breytingar og endurskilgreina hvað „heima“ þýðir.
Ásta vann plötuna í samstarfi við upptökustjórann Árna Hjörvar og einblíndu þau á að skapa plötunni sérstöðu með því að nota víóluna á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir vikið er hljóðheimur plötunnar framsækinn og oft ögrandi en alltaf hlýlegur og heimakær.
Í fyrsta skipti verður platan flutt í heild sinni, lag fyrir lag. Jafnframt mun Ásta segja sögurnar á bakvið lögin og gefa áheyrendum þar með tækifæri til að kynnast plötunni á dýpri hátt.
//
Ásta is a classically trained violist from Reykjavík and has a Bachelor’s of Music from the Royal Danish Academy of Music. She has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and has also made a name for herself as a singer-songwriter. Ásta gained recognition for her distinctive voice and heartfelt, personal songwriting. Her debut album Sykurbað (2019), was named Album of the Year at the Icelandic Music Awards. She was also nominated for Song of the Year (Sykurbað) and Singer of the Year. Now, 6 years later, Ásta returns with an even bolder and more personal work: her second LP, Blokkarbarn.
Blokkarbarn traces its roots back to old cassette recordings from 1997, where Ásta – then only a year and a half old – sings and chats with her father. The cassette had a permanent place in the family stereo, and like a photo album we occasionally take down to dust off, it was brought out from time to time. Over the years it became an inseparable part of Ásta’s memories and has stayed with her ever since.
Through these recordings and her new compositions, she grapples with the feeling of returning home after a long absence, facing changes, and redefining what “home” truly means.
Ásta created the album in collaboration with producer Árni Hjörvar, with a strong focus on giving the record its own character by using the viola in the widest possible range of ways. The result is a soundscape that is progressive and at times challenging, yet always warm and familiar.
Blokkarbarn also marks a personal turning point for Ásta. Having studied classical music from the age of three, where precision and discipline were paramount, she eventually grew distant from the viola and came to see the instrument as restrictive. The viola is therefore absent from her debut album Sykurbað. When the recording process for Blokkarbarn began, she hesitantly brought the viola into the studio, despite her complicated relationship with it. Through the process, a new world opened up – one where she could approach the instrument on her own terms, with freedom and creativity at the forefront.
“In my childish singing on the cassette, I hear innocence and creativity that classical training nearly suffocated. With Blokkarbarn I’ve managed to reconnect with the little girl on the tape again,” Ásta explains.
Blokkarbarn is out on all major streaming platforms and in 100 hand-numbered vinyl copies.
//
Ásta er klassískt menntaður víóluleikari frá Royal Danish Academy of Music og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar að auki hefur hún getið sér gott nafn sem söngvaskáld og vakið athygli fyrir einstaka rödd og hjartnæmar og persónulegar lagasmíðar. Fyrsta plata Ástu Sykurbað (2019) var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, en Ásta hlaut jafnframt tilnefningar fyrir lag ársins (Sykurbað) og sem söngkona ársins. Eftir nokkurt útgáfuhlé frá poppferlinum stígur Ásta nú aftur fram með enn djarfara og persónulegra verk í farteskinu, breiðskífuna Blokkarbarn.
Blokkarbarn á rætur sínar að rekja í gamlar kasettuupptökur frá árinu 1997 þar sem Ásta - þá aðeins eins og hálfs árs - syngur og spjallar við föður sinn. Kasettan átti fastan samastað í hljómflutningsgræjum heimilisins, og líkt og myndaalbúmin sem við dustum rykið af annað slagið var kasettan heimsótt við tækifæri. Með tímanum varð hún órjúfanlegur hluti af minningum Ástu og hefur fylgt henni síðan.
Í gegnum þessar upptökur og nýjar tónsmíðar glímir hún við tilfinninguna að snúa aftur heim eftir langan tíma, horfast í augu við breytingar og endurskilgreina hvað „heima“ þýðir.
Ásta vann plötuna í samstarfi við upptökustjórann Árna Hjörvar og einblíndu þau á að skapa plötunni sérstöðu með því að nota víóluna á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir vikið er hljóðheimur plötunnar framsækinn og oft ögrandi en alltaf hlýlegur og heimakær.
Blokkarbarn markar jafnframt persónuleg tímamót fyrir Ástu. Eftir að hafa stundað klassískt tónlistarnám frá þriggja ára aldri, þar sem nákvæmni og agi voru í fyrirrúmi, fór hún að fjarlægjast víóluna og upplifa hljóðfærið sem heftandi. Víólan kemur þar af leiðandi ekkert við sögu á fyrstu plötu Ástu, Sykurbaði, en þegar upptökur á Blokkarbarni hófust tók hún hikandi með sér víóluna í stúdíóið, þrátt fyrir flókið samband við hana. Í gegnum ferlið opnaðist nýr heimur, þar sem hún fékk að nálgast hljóðfærið á eigin forsendum - með frelsi og sköpunargleðina í fyrirrúmi.
“Í barnslegum söng mínum á kasettunni heyri ég sakleysi og sköpunargleði sem klassískt nám komst langt með að kæfa. Á Blokkarbarni hefur mér tekist að tengjast stelpunni á kasettunni aftur”, útskýrir Ásta.
Blokkarbarn kemur út á öllum helstu streymisveitum og í 100 handnúmeruðum vínyleintökum.