Tómamengi

TÓMAMENGI - KOMA TÍMAR, KOMA RÁÐ

Mengi hýsir listviðburði sem allt að 50 manns geta sótt hverju sinni. Samkomubannið nær yfir 100 manna samkomur og stærri. Við höfum engu að síður ákveðið að leggja okkar lóð á vogaskálarnar og standa ekki fyrir opnum viðburðum meðan á banninu stendur.

En listin skiptir svo miklu máli á tímum sem þessum. Hún ýtir undir og endurspeglar samkennd og samstöðu í samfélaginu. Veitir innblástur þegar þörfin er mest. Þess vegna höfum við ákveðið að halda reglulega Mengisviðburði eins og vant er, nema bara á netinu! Þannig viljum við gera fólki kleift að njóta listar þar sem þeim hentar.

Ætlunin er að auglýstir viðburðir verði á dagskrá og meira til. Við erum á fleygiferð að ræða við fleiri frábæra listamenn og samstarfsaðila um að taka þátt í þessu með okkur og hlökkum til að deila með ykkur uppfærðri dagskrá og fyrirkomulagi á allra næstu dögum.

Opnað verður fyrir frjáls framlög á meðan viðburðunum stendur sem munu, líkt og áður, renna að meirihluta til listamannanna.

Ljósmynd: Björgvin Sigurðarson

Guðmundur Arnalds