Mengi | February 2017

February 2017

 • THURSDAY - FEBRUARY 2ND - SONG-HEE KWON

  songhee_3
  ENGLISH BELOW
  Það er með mikilli ánægju sem við kynnum til sögunnar einstaka tónleika með suður-kóreönsku söngkonunni Song-Hee Kwon í Mengi.
  Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
  Miðaverð: 2000 krónur.
  Song-Hee Kwon hefur sérhæft sig í Pansori, tónlistarhefð sem iðkuð hefur verið á Kóreuskaga allt frá 17. öld og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf frá árinu 2003.
  Pansori er frásagnaraðferð þar sem söngvari segir sögu með látbragði, tali og söng og trommuleikarinn leggur til viðeigandi takt og rytma sem hentar hverri sögu.Pansori átti sitt blómaskeið á nítjándu öld og naut þá mikilla vinsælda á meðal yfirstéttarinnar í Kóreu. Framan af fyrst og fremst tónlistarhefð þar sem karlmenn létu í ljós sitt skína og ekki fyrr en komið var fram á 20 öld sem Pansori-söngkonur tóku að láta að sér kveða.
  Song-Hee Kwon er margverðlaunuð fyrir söng sinn og tónlist; hún miðlar tónlist sem byggir á aldagömlum merg og fléttar saman við eigin spuna og tónlist. Hún hefur komið víða fram með virtu tónlistarfólki á borð við Yungchen Lhamo sem syngur ásamt Skúla Sverrissyni og Anthony Burr á plötunni They Hold It For Certain sem út kom hjá Mengi árið 2014. Hún hefur komið fram á fjölda listahátíða í Suður-Kóreu, í Taiwan, víða um Bandaríkin og Evrópu.
  Í Mengi kemur hún fram ein síns liðs og vefur Pansori-tónlistarhefðum inn í magnaðan spunaseið.

  Concert with Pansori singer Song-Hee Kwon at Mengi.
  Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm.
  Tickets: 2000 ISK
  With the caress of trembling, ineffable notes, Song-Hee Kwon beguiles ancient wisdom from times past for her very modern audience. An award-winning singer trained in the traditional Korean pansori vocal style, Song-Hee belts out soaring melodies, vivid trills, and cathartic narratives.
  Upon completing her music training at the Graduate School of Hanyang University, Song-Hee saw her dramatic talents recognized by the Korean Arts Council with a grant to further her study and practice of pansori. Outside of her formal training, she is an avid music fan who finds inspiration in Flamenco, the sounds of the Roma, and Gut (Korean shamanic music).
  While pansori is considered within traditional Korean culture to be a bastion of the cultivated elite, Song-Hee aims to share the ecstatic form with those of all socio-economic circumstances, including the disadvantaged in need of sagacity and encouragement. Replete with devout enthusiasm for her craft, Song-Hee seeks to share the operatic sounds of her tradition with audiences worldwide.
  Performances:
  2011 Nominated for the Arko Young Art Frontier
  2013 Showcased at the Asia Pacific Music Meeting
  2014 Awarded Sori Frontier Surim-munhwa Prize at the Jeonju International Sori Festival
  2015 Nominated for the Arts Support Programs of Seoul Foundation for Arts and Culture
  2016 Showcased at [Night Vibes in Seoul] sponsored by Korean Arts Management Service
  Discography
  2016.12 1st album: Modern Simcheong.

 • FRIDAY - FEBRUARY 3RD - STEPHEN DOROCKE

  15844627_1177228719056764_2651255300409731652_o
  ENGLISH BELOW
  Spennandi tónleikar með bandaríska hljóðlistamanninum Stephen Dorocke í Mengi föstudagskvöldið 3. febrúar. Hefjast klukkan 21.
  Miðaverð: 2000 krónur.
  Sérstakur gestur: Berglind María Tómasdóttir
  Áhugi tónlistarmannsins Stephen Dorocke á alls kyns hljóðarannsóknum kviknaði þegar hann var ungur að árum, þökk sé meðal annars stuttbylgjuútvarpi sem leyndist á æskuheimili hans. Á meðal tónlistarmanna sem hafa haft áhrif á hann og hvatt til áframhaldandi hljóðleiðangra má nefna Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, Harry Bertoia, Egisto Macchi, Harry Partch, Derek Bailey, Freddie Roulette og Ry Cooder.
  Stephen Dorocke hefur komið víða fram og hljóðritað plötur með tónlistarmönnum svo sem Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family og Freakwater. Á meðal hljóðfæra sem hann spilar á í tónlistarverkefnum sínum eru gítar, fiðla, mandólín og d’oud, sem er sérsmíðað hljóðfæri Stephen Dorocke, sérstakt afbrigði af arabísku lútunni úd.
  Stephen Dorocke býr og starfar í Chicago þar sem hann tekur virkan þátt í öflugri spunasenu stórborgarinnar. Á tónleikum í Mengi mun hann einbeita sér að hljóðlátari blæbrigðum hljóðfæris síns Resophone sem er nokkurs konar umbreyttur gítar.

  A concert with Stephen Dorocke at Mengi on Friday, February 3rd at 9pm.
  Tickets: 2000 ISK
  A special guest at the concert: Berglind María Tómasdóttir
  About the artist:
  Stephen Dorocke/Risofon, is the ongoing sonic research and exploration utilizing the “Resophone”, a modified and sometimes prepared metal body resonator guitar, set up for playing with a steel.
  Sonically adventurous at a young age, thanks to the presence of a short wave radio in the family home, Dorocke continues the exploratory traditions of artists such as Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, Harry Bertoia, Egisto Macchi,and Harry Partch, as well as Derek Bailey, Freddie Roulette, and Ry Cooder from a guitaristic standpoint. The worldly and cosmic sounds that surround us also influential in the sonic componentry of the Resophonian Dialect.
  SD has toured, performed, and recorded with various artists, such as Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family and Freakwater, playing steel guitar (pedal and lap), guitar, violin, mandola/mandolin, and d’oud, a self designed/built oud variant.

 • SATURDAY - FEBRUARY 4TH - SILENT PEOPLE & ÁSTVALDUR

  facebook_banner_SP
  ENGLISH BELOW
  Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi á tónleikum laugardagskvöldið 4. febrúar klukkan 21.
  Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur.
  Silent People er skipaður raftónlistarmanninum Stefano Meucci og trommuleikaranum Gianpaolo Camplese, báðir ítalskir en búsettir í Berlín.
  Raftónlistarmaðurinn Ástvaldur Axel Þórisson hefur áður komið fram í Mengi með félögum sínum innan útgáfunnar oqko. Á tónleikum laugardagskvöldið 21. febrúar kynnir hann til sögunnar hljóðheim sinnar fyrstu debútplötu sem út kemur 21. febrúar næstkomandi en platan ber heitið At Least.

  Concert with electro-acoustic duo Silent People & astvaldur.
  Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm.
  Tickets: 2000 ISK
  Silent People is the electro-acoustic duo formed by the electronic musician Stefano Meucci (The Clover, Raccoglimento Parziale) and the drummer Gianpaolo Camplese (Black Milk Impulses, Paraesthesia).
  A harsh, roaring research towards an imaginary underground silence.
  Embrace the dirt, savor metallic horizons, enter the erratic rhythms.
  Comfortable or uncomfortable, pleasant or unpleasant, polite or impolite, attractive or repulsive, as silent people can appear to our subjective imagination.
  http://silentpeoplemusic.tumblr.com/
  astvaldur:
  A revaluation of At Least, the debut album from astvaldur to be released the 21.02.17. The album will be recomposed underlining different elements and bringing to light a more personal and slower tempered interpretation of the piece. The 7 themed album will reform and reevaluate its own boundaries, where his sonic textures and percussions take on a lower tempered and more concert based presentation.
  At Least by astvaldur is to be released 21.02.17
  www.oqko.org/at-least

 • MONDAY - FEBRUARY 6TH - BEYOND HUMAN IMPULSES

  mememe
  ENGLISH BELOW
  Ofar mannlegum hvötum / ME ME ME
  Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
  Miðaverð: 2000 krónur.
  Copernicus setti fram að jörðin snérist í kringum sólina, og svipti þannig okkur mennina miðlægum stað í alheiminu.
  Darwin sýndi að tilkoma okkar væri útfrá blindri þróun mannsins og rændi okkur heiðrinum sem lifandi veru.
  Og að lokum þegar Freud afhjúpaði ríkjandi hlutverk undirmeðvitundinnar í meðvitundinni, sýndi það okkur að ekki einu sinni okkar eigið Ego (sjálfið okkar) ræður ferðinni.
  Í dag, öld síðar, heldur niðurlæging mannsins áfram, þar sem vísindi sanna að hugur okkar er eingöngu eins og tölva, sem fer í gegnum gögn; skilningur okkar á frelsi og sjálfstæði stafar eingöngu útfrá blekkingum notendahandbókar vélarinnar.
  Það eru 10 listamenn sem starfa á Íslandi og erlendis sem munu sýna verk á gjörningarkvöldi Ofar mannlegum hvötum í Mengi þann 6. febrúar.
  Þeir eru:
  Logi Bjarnason
  Rakel McMahon
  Páll Haukur Björnsson
  Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
  Etienne de France
  Eva Ísleifs
  Unndór Egill Jónsson
  Steinunn Gunnlaugsdóttir
  Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
  Una Björk Sigurðardóttir

  A night af visual performances at Mengi.
  Starts at 9pm. House opens at 8:30pm.
  Tickets: 2000 ISK.
  Visual performances by:
  Logi Bjarnason
  Rakel McMahon
  Páll Haukur Björnsson
  Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
  Etienne de France
  Eva Ísleifs
  Unndór Egill Jónsson
  Steinunn Gunnlaugsdóttir
  Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
  & Una Björk Sigurðardóttir.

 • WEDNESDAY - FEBRUARY 8TH - KINOSMIÐJA - TERRA LONG

  350mya_01-edit
  ENGLISH BELOW
  Kvikmyndasýning á vegum Kinosmiðju í Mengi. Sex 16 millimetra stuttmyndir úr smiðju kanadískra kvikmyndagerðarmanna.
  Sýningastjóri: Kanadíska kvikmyndagerðarkonan Terra Long.
  Risaeðlur, himingeimurinn, Sahara-eyðimörkin, brútalismi, Búlgaría og meira til umfjöllunar í ljóðrænum nærmyndum af heiminum.
  Hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur
  Kvikmyndir sem sýndar verða:
  eftir Ralitsa Doncheva
  12 min 2015
  Áhrifarík nærmynd af Baba Dana, 85 ára gamalli búlgarskri konu sem býr ein síns liðs í fjöllunum, fjarri fólki og mannlífi.
  Traces
  eftir Erin Weisgerber
  5 min 2014
  Trace (Spor)
  a. Sýnilegt verkumsmerki eftir manneskju, dýr eða hlut. b. Vísbending um tilvist. 
  Nær ósýnileg vísbending um tilvist

  All that is Solid
  eftir Eva Kolcze
  16 min 2014
  Ljóðræn rannsókn á arkitektúr Brútalismans og þeirri útópísku sýn sem einkenndi hugmynda- og fagurfræði stefnunnar.
  Lunar Almanac
  eftir Malena Szlam
  4 min 2013

  Magnað ferðalag um himingeiminn.
  Notes from the Anthropocene
  eftir Terra Long
  16 min 2014
  Landkönnun um heim risaeðlanna
  350 MYA
  Terra Long
  5 min 2016
  Tafilalt svæðið í Sahara eyðimörkinni í brennidepli.
  Terra Long er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona, ritstjóri og kennari. Í verkum sínum styðst hún við stafræna og hliðræna tækni – verk hennar fjalla um náttúru, tíma og bilið á milli raunveruleikans og hins ímyndaða. Verk hennar hafa verið sýnd á hátíðum um heim allan, þar á meðal á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Edinborg, Rotterdam og Toronto.

  Kinosmiðja is thrilled to return to Mengi with a night of 16mm film screenings curated by Terra Long. Hopping between festivals, Terra will step land briefly in Iceland to present her work alongside recent short films by Canadian artists who play with constructions of temporality in relation to celluloid as a medium.
  Starts at 9pm.
  Tickets: 2000 ISK
  Terra Long is an independent filmmaker, editor, and educator. She creates tapestry like works using analogue and digital technologies that draw on natural history, deep time, and the space between the real and the imaginary. Her works have screened at festivals and micro cinemas all over the world including the Edinburgh International Film Festival, International Film Festival Rotterdam, CPH:DOX, in the Wavelengths section at Toronto International Film Festival, and the Images Festival in her hometown, Toronto.
  About the films:
  Baba Dana Talks To The Wolves
  Ralitsa Doncheva
  12 min 2015
  Baba Dana Talks To The Wolves is an impressionistic portrait of Baba Dana, an 85 year-old Bulgarian woman who has chosen to spend her life in the mountains, away from people and cities.
  Trace
  Erin Weisgerber
  5 min 2014
  Trace
  1. a. A visible mark, such as a footprint, made or left by the passage of a person, animal, or thing.
  b. Evidence or an indication of the former presence or existence of something; a vestige.
  2. A barely perceivable indication
  All that is Solid
  Eva Kolcze
  16 min 2014
  All That Is Solid investigates Brutalist architecture through the surface of black and white celluloid. The film features three prominent examples of Brutalist architecture, Robarts Library, U of T Scarborough campus and York University campus. Footage of the buildings has been degraded using a number of chemical and physical processes. The film explores the utopian visions that inspired the Brutalist movement and the material and aesthetic connection between concrete and celluloid.”
  Lunar Almanac
  Malena Szlam
  4 min 2013
  “Lunar Almanac initiates a journey through magnetic spheres with its staccato layering of single-frame, long exposures of a multiplied moon. Shot in 16mm Ektachrome and hand processed, the film’s artisanal touches are imbued with nocturnal mystery.”
  —Andréa Picard, TIFF Wavelengths, 2014
  Notes from the Anthropocene
  Terra Long
  16 min 2014
  Notes from the Anthropocene is a speculative iconological look at the dinosaur, delivered by an imagined museum guide who ponders our symbolic relationship to an increasing ambivalence towards the natural world. The mythic dinosaurs that emerge resist domestication and seek to transcend fantasies of human dominion.
  350 MYA
  Terra Long
  5 min 2016
  The Tafilalt region in the Sahara Desert was once the Rheic Ocean. 350 MYA conjures the ocean’s presence in the landscape, deep time in the folds of space.

 • THURSDAY - FEBRUARY 9TH - MOUNTAIN OF ME - THELMA MARÍN JÓNSDÓTTIR

  16463634_1199387363507566_5894933323609581934_o
  ENGLISH BELOW
  Mountain of Me:
  Thelma Marín Jónsdóttir í Mengi, fimmtudagskvöldið 9. febrúar.
  Hefst klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
  “Mountains can be a place of danger, they’re majestic.
  They are considered as the sacred land.”
  Fjallið í mér er það sem gerir öllu kleift að verða að veruleika. Í fjallinu finnur maður frið og vonarneista. næringu. Fjallið stendur þarna nakið sama hvað. Þar er að finna ómældan styrk. Það er hin endalausa uppspretta orku.
  Á tímamótum sem þessum er vert að staldra við. Fagna nýja blóðinu sem kemur með nýja árinu. Í dag er ég allt sem ég er og varð og því er mörgu að þakka. Þó allra mest ykkur, sem ég elska. Þið sem hafið kennt mér án þess að vera meðvituð um það. Ég er ykkur ævinlega þakklát.
  Ég er hér. Verið velkomin í fjallið.
  TMJ
  Thelma Marín er menntuð leikkona. Tónlist hefur þó að undanförnu átt stærri þátt í lífi hennar en nokkuð annað.

  Mountain of Me: Thelma Marín
  A performance at Mengi on Thursday, February 9th at 9pm.
  Tickets: 2000 ISK.
  “Mountains can be a place of danger, they’re majestic.
  They are considered as the sacred land.”
  The Mountain of Me makes everything happen. In the mountain you find peace and a sparkle of hope. there is soulfood. The mountain stands there naked no matter what. There we find limitless strength. It is the endless source of energy.
  At a moment like this it is important to pause. Celebrate the fresh blood that comes with the new year. Today I’m everything I am and everything I became. I can thank many things for that. Though mainly I thank all of you. You who have taught me so much without even knowing so. I am forever grateful.
  I’m here. Welcome to the mountain.
  TMJ
  Thelma Marín has a Bachelor in Acting. Although lately music has taken up most of the space in her life.

 • FRIDAY - FEBRUARY 10TH - LA BADINAGE - SYMPHONIA ANGELICA

  16177810_1194901570622812_4912195228652015357_o
  ENGLISH BELOW
  Symphonia angelica í Mengi föstudagskvöldð 10. febrúar.
  Þekktir slagarar frá endurreisnar- og barokktímanum eftir Vincenzo Ruffo, Frescobaldi Da Selma, Domenico Gabrieli og Marin Marais. Flytjendur: Sigurður Halldórsson á tenórfiðlu og selló og Halldór Bjarki Arnarsson á sembal.
  Barokkhópurinn Symphonia Angelica er skipaður íslensku tónlistarfólki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Nálgun að viðfangsefninu er fersk og skapandi, bæði í framsetningu og flutningi, í því skyni að gera samband áhorfenda og flytjenda nánara. Hópurinn kom meðal annars fram á síðustu Listahátíð í Reykjavík og flutti þá kantötu Haendels, Lucreziu og fléttaði tónlist hinnar frönsku Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre auk tónlistareftir Johann Adolph Hasse, Henry Purcell og Antonio Vivaldi inn í söguna ásamt spuna til að tengja verkin saman, ná fram sérstökum áhrifum og glæða formið lífi.

  16th and 17th century renaissance and baroque “standards” by Vincenzia Ruffo, Frescobaldi, Domenico Gabrieli Frescobaldi da Selma and Marin Marais.
  Symphonia Angelica are Sigurður Halldórsson (voloncello and tenor violon) and Halldór Bjarki Arnarson (harpsichord).
  Concert starts at 9pm.
  House opens at 8:30pm.
  Tickets: 2000 ISK.

 • SATURDAY - FEBRUARY 11TH - FLUTE & NOISE - BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR

  16326682_10155000638413552_21497693_o (1)
  ENGLISH BELOW
  Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi laugardagskvöldið 11. febrúar. Hefjast klukkan 21.
  Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur.
  Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði.
  Forleikur:
  – Berglind María Tómasdóttir: Loft
  _______
  – Nicholas Deyoe: things written in the snow: 2. beneath a fresh layer
  – Scott Worthington: A Time That Is Also a Place
  – Chaya Czernowin: Ina*
  – Morton Feldman: Trio**
  – Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality
  – Peter Ablinger: Flöte und Rauschen
  – Clint McCallum: Bergzies  – frumflutningur
  Berglind María Tómasdóttir flauta, bassaflauta, piccolo.
  *Flautuleikur á hljóðrás: John Fonville
  **Meðspilarar kynntir síðar.
  Um verkin:
  Loft er prufukeyrsla hljóðverks af væntanlegri plötu sem inniheldur tónlist fyrir flautu eftir mig frá 2015-‘16. Loft er unnið í samvinnu við Ólaf Björn Ólafsson tónskáld og flytjanda.
  Verk Nicholas Deyoe, things written in the snow var samið fyrir mig 2011-’12 og frumflutt í febrúar sama ár í Kaliforníuháskóla í San Diego (UCSD) þar sem við vorum bæði við nám. Það er fyrir bassaflautu, rödd og feedbackflörtandi magnara.
  Verk Scott Worthington, A Time That Is Also a Place, var frumflutt af flautuleikaranum Rachel Beetz. Tónefni flauturaddarinnar eru fjórir fjölradda tónar eða svokallaðir multiphonics en einnig kemur hljóðrás við sögu.
  Verk Chayu Czernowin, Ina er fyrir bassaflautu og flautuhljóðrás sem minn gamli kennari John Fonville útbjó. Verkið var klárað í La Jolla í Kaliforníu árið 1988.
  Tríó eftir Morton Feldman er frá árinu 1972 og heyrist hér, eftir því sem ég best veit, í fyrsta sinn á Íslandi þrátt fyrir að vera komið til ára sinna.
  Verk Önnu Þorvaldsdóttur, Ethereality, hljómaði fyrst á tónleikum í UCSD að vorlagi 2009, þá sem partur af prógrammi sem samanstóð af verkum Önnu og tónskáldsins Carolyn Chen. Ég flutti verkið aftur á tónleikum á vegum Jaðarbers í Hafnarhúsinu í mars 2014 (á sömu tónleikum var jafnframt verk Nicholas Deyoe sem einnig heyrist á tónleikunum hér). Verkið er fyrir bassaflautu og hljóðrás.
  Ég kynntist Peter Ablinger á Tónlistarhátíðinni í Darmstadt sumarið 2014 er ég sótti námskeiðið Composition Beyond Music sem hann leiddi. Tveimur árum síðar var hann svo gestur á Tectonics hátíðinni þar sem ég flutti þetta stutta verk, Flöte und Rauschen eftir hann sem kannar skynjun okkar á tóninum d4, hvítu suði og þögn, og samspilinu þar á milli. Einnig lék ég þetta verk á tónleikum fyrir börn í Mengi á Barnamenningarhátíð 2016.

  Concert with Berglind María Tómasdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 ISK
  The concerts consists of music for flutes; flute alone and many flutes. Most of them sound in real-time but some of them are pre-recorded. A sine wave and noise in various forms also contribute to the show.
  Program:
  Prelude:
  Berglind María Tómasdóttir: Loft

  – Nicholas Deyoe: things written in the snow: 2. beneath a fresh layer
  – Scott Worthington: A Time That Is Also a Place
  – Chaya Czernowin: Ina*
  – Morton Feldman: Trio**
  – Anna Þorvaldsdóttir: Ethereality
  – Peter Ablinger: Flöte und Rauschen
  – Clint McCallum: Bergzies (world premiere)
  Berglind María Tómasdóttir flute, bass flute, piccolo.
  *Recorded flutes: John Fonville
  **Together with: TBA
  About the works:
  Loft is the opener of a forthcoming album that features music for flute by me from 2015-’16. The piece was recorded and mixed by composer/performer Ólafur Björn Ólafsson.
  things written in the snow for bass flute and “a feedback-flirting amplifier” by Nicholas Deyoe was composed 2011-’12 and premiered in February 2012 at UC San Diego where both of us were studying at the time.
  A Time That Is Also a Place by Scott Worthington var written for flutist Rachel Beetz. The tone material consists of 4 multiphonics played by the flutist and electronics.
  Ina by Chaya Czernowin is a piece for bass flute and prerecorded flutes, here played by my old professor John Fonville. It was written in La Jolla, California in 1988.
  Trio for flutes by Morton Feldman was composed in 1972 and, as far as I know, is having its Iceland premiere here.
  Ethereality for bass flute and electronics by Anna Thorvaldsdóttir was premiered at UC San Diego in Spring 2009 as a part of a show that featured compositions by Anna and composer Carolyn Chen. In March 2014 I played the piece in a concert at Reykjavík Art Museum (as well as Nicholas Deoye’s piece that is also on the program).
  I met Peter Ablinger at the Darmstadt Summer Academy in the summer of 2014 where I participated in his course Composition Beyond Music. Two years later he was in Iceland for Tectonics Festival where I played this short piece for flute and noise. The piece explores the tone D4, white noise and silence, and the juxtaposition between all of the above. Furthermore, this piece was a part of the show Cage for Kids in Mengi last year, featured in the Children’s Culture Festival.
  Bergzies was composed early 2014. The intention was to perform it that year but somehow three years went by until its premiere which is taking place now. The title refers to my nick name although only used by two people in the world. BMT

 • SUNDAY - FEBRUARY 12TH - CHRIS KIEFER & ALICE ELDRIDGE - FEEDBACK CELL

  Screen Shot 2017-01-30 at 17.49.44
  ENGLISH BELOW
  Dúettinn Feedback Cell, skipaður tónlistarmönnunum Alice Eldridge og Chris Kiefer, heldur tónleika í Mengi sunnudagskvöldið 12. febrúar. Með þeim koma fram Ingi Garðar Erlendsson á básúnu og þránófón og Eiríkur Orri Ólafsson á trompett.
  Alice Eldridge er sellóleikari og fræðimaður með bakgrunn í tónilst, sálfræði og tölvunarfræði; Chris Kiefer er raftónlistarmaður og hljóðfærasmiður; í Feedback Cell vinna þau bæði með uppmögnuð selló. Þess má geta að þau Alice og Chris eru nánir samstarfsmenn Halldórs Arnars Úlfarssonar. listamanns og hljóðfærasmiðs og eru stödd hér á landi til að vinna með honum að rannsóknum tengdum hljóðfærasmíði.
  Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30.
  Miðaverð: 2000 krónur.

  Concert with Feedback Cell (Alice Eldridge & Chris Kiefer). Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK.
  Feedback Cell is the duo formed by cellist Alice Eldridge (Collectress, En Bas Quartet) and computer-musician Chris Kiefer (Luuma) to explore their ever-evolving feedback cello project. Two butchered cellos, electromagnetic pickups, code, bows and lots of soldering. Emits dulcet drones and brutal yelps.
  Alice Eldridge is a cellist and researcher. Her backgrounds in music, psychology, evolutionary and adaptive systems and computer science inspires and informs systemic sound-based research across ecology, technology and music. Current projects include ecoacoustics for biodiversity assessment, networked notation for ensemble music-making and hybrid instrument building for improvisation. As a cellist she has shared stages, studios and other acoustic spaces with some of the UK’s most inventive musicians at the intersections of contemporary classical, folk, free jazz, minimal pop and algorithmic musics.
  Chris Kiefer is a computer-musician and musical instrument designer, specialising in musician-computer interaction, physical computing, and machine learning. He performs with custom-made instruments including malleable foam interfaces, touch screen software, interactive sculptures and a modified self-resonating cello. Chris’ research often focuses on participatory design and development of interactive music systems in everyday settings, including digital instruments for children with disabilities, and development of the NETEM networked score system for musical ensembles.
  Feedback Cell is the duo formed by cellist Alice Eldridge (Collectress, En Bas Quartet) and computer-musician Chris Kiefer (Luuma) to explore their ever-evolving feedback cello project. Two butchered cellos, electromagnetic pickups, code, bows and lots of soldering. Emits dulcet drones and brutal yelps.
  Alice Eldridge is a cellist and researcher. Her backgrounds in music, psychology, evolutionary and adaptive systems and computer science inspires and informs systemic sound-based research across ecology, technology and music. Current projects include ecoacoustics for biodiversity assessment, networked notation for ensemble music-making and hybrid instrument building for improvisation.  As a cellist she has shared stages, studios and other acoustic spaces with some of the UK’s most inventive musicians at the intersections of contemporary classical, folk, free jazz, minimal pop and algorithmic musics.
  Chris Kiefer is a computer-musician and musical instrument designer, specialising in musician-computer interaction, physical computing, and machine learning.  He performs with custom-made instruments including malleable foam interfaces, touch screen software, interactive sculptures and a modified self-resonating cello.  Chris’ research  often focuses on participatory design and development of interactive music systems in everyday settings, including digital instruments for children with disabilities, and development of the NETEM networked score system for musical ensembles
  Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

 • WEDNESDAY - FEBRUARY 15TH - KONAN KEMUR VIÐ SÖGU

  16441341_10210743252030932_1210850714_n
  Fræðimenn af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda upplestrarkvöld með ýmsum útúrdúrum í Mengi. Boðið verður uppá fjölbreytilega nálgun á íslenskt mál og menningu á þessu fyrsta upplestrarkvöldi vormisseris, en ritið sem liggur til grundvallar er hið nýútkomna greinasafn Konan kemur við sögu. Öll velkomin – enginn aðgangseyrir.
  Hefst klukkan 20:30. Húsið verður opnað klukkan 20.

 • THURSDAY - FEBRUARY 16TH - FAGOTTERÍ - KRISTÍN MJÖLL JAKOBSDÓTTIR

  _MG_9871
  ENGLISH BELOW
  FAGOTTERÍ

  Opnunartónleikar vefs um íslenska fagotttónlist
  Fagotterí heitir kvartett fyrir fjögur fagott sem fluttur verður á samnefndum tónleikum í Mengi í tilefni þess að nýr vefur um íslenska fagotttónlist fer í loftið. Fagotterí er eftir Jónas Tómasson en á tónleikunum verða auk þess flutt fjölbreytt íslensk einleiksverk fyrir fagott eftir konur og karla. Frumflutt verður nýtt einleiksverk eftir Svein Lúðvík Björnsson, flutt raftónlist, vídeólist og nýi vefurinn kynntur sem hluti af dagskránni. Sannkölluð fagottveisla í Mengi þann 16. febrúar.
  Flytjendur eru fagottleikararnir Brjánn Ingason, Eugene Richard, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Michael Kaulartz.
  Efnisskrá:
  Sveinn Lúðvík Björnsson: The Groom of the Stool – frumflutningur
  Atli Heimir Sveinsson: Fönsun IV
  Jónas Tómasson: Sumarsólstöður 1991
  Hafdís Bjarnadóttir: Já!
  Bergrún Snæbjörnsdóttir: Viscosity #1
  Jónas Tómasson: Fagotterí fyrir 4 fagott

  FAGOTTERÍ
  An Opening Concert for a Bassoon Website
  A unique event will take place at Mengi on February 16th at 9pm. On the event of a new website on Icelandic bassoon music being launched am all bassoon music concert will take place. Highlights of the program include a premiere of a new work for solo bassoon by Sveinn Lúðvík Björnsson, a bassoon quartet by Jónas Tómasson, as well as a varied selection of solo works such as for bassoon and electronics, video installations and an introduction to the website.
  Performed by bassoonists Brjánn Ingason, Eugene Richard, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Michael Kaulartz.

 • FRIDAY - FEBRUARY 17TH - SEM ÓÐUR VÆRI - GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR

  mixmynd2
  ENGLISH BELOW
  Tónlistarkonan Guðrún Edda Gunnarsdóttir flytur frumsamin verk ásamt fríðum hópi söngvara og hljóðfæraleikara í Mengi.
  Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
  Miðaverð: 2000 krónur.
  Fram koma, auk Guðrúnar Eddu, söngvararnir Gísli Magnason, Hafsteinn Þórólfsson, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Örn Arnarson, fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Ólöf Þorvarðardóttir, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari.
  Á tónleikunum verða verkin Eilífðarblómi fyrir 6 manna sönghóp, Tungl og stjörnur fyrr rödd og 3 strengi, píanóverk, verk fyrir fiðlu og píanó (meðhöfundur er Ólöf Þorvarðsdóttir) og rafverkið Goggle. Heyra má ljóð eftir Snorra Hjartarson, blómaheiti úr frælista Garðyrkjufélagsins ásamt Himnasmiðnum hinum forna. Sum þessara verka litu dagsins ljós fyrir 15 árum og hafa gengið í gegnum langt þroskaferli. Önnur eru glæný en öll verkin á efnisskránni hljóma nú opinberlega í fyrsta skipti nema Goggle. Á milli þessara verka þar sem hver nóta er fyrirfram ákveðin verður framinn tónlistargjörningur þar sem notast er við raddbönd, fiðlustrengi og líkama.
  Á efnisskránni er einnig verkið Endurvparps – hljóð – teikning. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur myndlistarkonu og listmeðferðarfræðings sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Hér leika Guðrún Edda og Unnur sér með speglun, samspil, styrkleika, veikleika, öryggi og óöryggi í samspili milli þeirra sjálfra, myndlistar og hljóða.
  Guðrún Edda stundaði píanónám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og hlaut MA gráðu í einsöng frá New England Conservatory í Boston. Hún stundaði einnig raftónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs og raddhreyfimeðferð (Voice Movement Therapy) í London. Hún hefur komið að flutningi og upptökum fjöldra nýrra verka eftir íslensk og erlend tónskáld, verka eftir Jón Leifs og útsetninga á gamalli tónlist. Hún hefur sungið einsöng með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands og sungið með fjölda sönghópa eins og Schola cantorum, Hljómeyki, Grímu og Carminu. Verkið Hátíð fer að höndum ein var fyrsta verkið sem flutt var eftir hana af Schola cantorum árið 2010 í Hallgrímskirkju og í Kölnardómkirkju. Hún vinnur sem tölvunarfræðingur hjá LS Retail.

  Music and performances by Guðrún Edda Gunnarsóttir.
  Starts at 9pm. House opens at 8:30pm.
  Tickets: 2000 ISK
  Performers: Bryndís Björgvinsdóttir, cello, Gísli Magnason, singer, Hafsteinn Þórólfsson, singer, Hildigunnur Halldórsdóttir, violin, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, singer, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, singer, Ólöf Þorvarðsdóttir, violin, Svava Bernharðsdóttir, viola, Unnur Guðrún Óttarsdóttir, visual artist, Örn Arnarson, singer. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

 • SATURDAY - FEBRUARY 18TH - ÓLÖF ARNALDS & SKÚLI SVERRISSON

  skuliogolof
  ENGLISH BELOW
  Tónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 18. febrúar 2017.
  Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:00
  Miðaverð: 2000 krónur.

  Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds komu nýverið fram á tónleikum á hinum virta tónleikastað National Sawdust í New York ásamt Gyðu Valtýsdóttur, Shahzad Ismaily og fleirum.
  Þau koma fram í Mengi næsta laugardagskvöld og flytja efnisskrá með eigin tónlist, nýrri i bland við eldri smelli.

  Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014) sem allar hafa hlotið f. Hún hefur komið fram víða um heim og flutt eigin tónlist auk þess að hafa . Hún vinnur nú að sinni sjöttu breiðskífu.

  Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla, Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen, er tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) en verðlaunin verða veitt í mars næstkomandi.

  A concert with Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson on Saturday, February 18th at 9pm.
  House opens at 8:00 pm.
  Tickets: 2000
  Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk).
  Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons ( Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Olof Arnalds (Innundir Skinni, Vid og Vid), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson. He has released a series of duo albums of in collaboration with artists such as Anthony Burr, Oskar Gudjonsson, and Hilmar Jensson. He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdworth group and The Ben Monder group.

  Skúli is the creative director and founder of Mengi. In 2014 Sverrisson composed Kaldur Solargeisli for voice and orchestra premiered by the Icelandic Symphony orchestra and Olof Arnalds, conducted by Illan Volkov.

  (Photo credit: Alex Weber)

 • THURSDAY - FEBRUARY 23RD - FERSTEINN

  IMG_2139
  ENGLISH BELOW
  Tónleikar með hljómsveitinni Fersteinn í Mengi fimmtudagskvöldið 23. febrúar. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
  Fersteinn er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá árinu 2011 af Guðmundi Steini Gunnarssyni tónskáldi. Auk hans skipa hljómsveitina Lárus Halldór Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir og Páll Ivan frá Eiðum. Hljómsveitin leikur ljóðræna tónlist sem byggir á teygjanlegri hrynjandi þar sem málaðar eru upp myndir á ólínulegum formum og hegðunum. Allir flytjendur leika á mörg hefðbundin hljóðfæri, breytt og endurstillt hljóðfæri, leikföng, veiðibúnað og svo fundna hluti af ýmsu tagi.
  Nýverið sendi sveitin frá sér skífuna Haltrandi Rósir, en titillag plötunnar er leikið á 4 heimatilbúin og sérstillt langspil. Hljómsveitin hefur komið víða við og leikið á ýmsum hátíðum og viðburðum hérlendis en einnig haldið fjölda tónleika á meginlandi Evrópu.
  Framtíðarplön sveitarinnar eru margísleg og er hún meðal annars með aðra breiðskífu í farteskinu. Hljómsveitin les nótur eftir hreyfinótnaskrift á tölvuskjá, til að tryggja ólínulega hrynjandi. Tónleikarnir verða sneiðmynd af efni hljómsveitarinnar undanfarin 6 ár.

  Fersteinn consists of Guðmundur Steinn Gunnarsson, Páll Ivan, Lárus H. Grímsson and Bára Sigurjónsdóttir. They play at Mengi on Thursday, February 23rd at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 IS

  Fersteinn is a band that plays music in “extra-musical” or “nonmusical” rhythm (so to speak).
  The music is read from a computer screen and the performers play various traditional instruments, home-made instruments, found objects, toys, souvenirs and hunting equipment.
  The music might resemble naturals sounds or the movements of animals, rain drops et cetera. All the music is written by one of the four performers while the other performers are composers in their own right and contribute significantly to the overall development of the pieces.
  Fersteinn developed out of the Sláturdúndur concert series in
  Reykjavík (starting in 2009) and the Slátur collective and its’ sister
  ensemble Fengjastrútur. This particular group started specializing and focusing on performing the quartets of Guðmundur Steinn Gunnarsson and other similar pieces.
  The band started to appear in more varied contexts and touring
  locally, playing various local festivals, town gatherings and public
  spaces.

 • FRIDAY - FEBRUARY 24TH - SIGGI STRING QUARTET

  16700265_1214861245293511_3407069624866658702_o
  ENGLISH BELOW
  Þakkargjörð
  Strokkvartettinn Siggi
  Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
  Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
  Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla
  Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
  Strokkvartettinn Siggi er skipaður fjórum frábærum strengjaleikurum sem allir hafa látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi sem einleikarar og túlkendur kammertónlistar og sinfónískrar tónlistar en öll eru þau meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að auki hafa þau komið fram með stórum hópi tónlistarmanna úr ólíkum áttum. Kvartettinn var stofnaður í kringum tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik árið 2012 og hefur verið iðinn við kolann á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hans, frumflutt fjölmörg tónverk og einnig lagt rækt við tónlist fyrri tíma.
  Á tónleikunum í Mengi fléttast saman gamalt og nýtt, glænýr strengjakvartett Báru Gísladóttur, þakkargjörð til almættisins úr Strengjakvartett ópus 132 eftir L. v. Beethoven, ný útsetning á sálmalagi Sigurðar Sævarssonar, fúga úr Fúgulist J. S. Bachs og nýlegur strengjakvartett Unu Sveinbjarnardóttur, Þykkt, sem frumfluttur var árið 2015 í Hafnarborg, saminn í nánu samstarfi Unu við félaga í kvartettnum.
  Efnisskrá í Mengi:
  – Bára Gísladóttir: Strengjakvartett (2017)* Frumflutningur
  – L. v. Beethoven: „Þakkargjörð til almættisins í lýdískri tóntegund“ úr Strengjakvartett ópus 132 (1825)
  – Sigurður Sævarsson: „Fyrir mig Jesú þoldir þú“. Ný útsetning fyrir strengjakvartett á sálmalagi úr Hallgrímspassíu (2007). Frumflutningur
  – Una Sveinbjarnardóttir: Þykkt (2015)
  – J. S. Bach: Fúga úr Fúgulist (u.þ.b. 1750)
  *Samið fyrir Strokkvartettinn Sigga sem hluti af samstarfi kvartettsins við tónskáldahópinn Errata Collective.
  http://www.baragisladottir.com/
  http://erratacollective.com/
  Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
  Miðaverð: 2000 krónur
  (Ljósmynd: Kristín Ragna Gunnarsdóttir)

  Siggi String Quartet
  Concert at Mengi on Friday, February 24th at 9pm
  Tickets: 2000 ISK
  Program:
  – Bára Gísladóttir: String Quartet (2017). World Premiere
  – L. v. Beethoven: “”Heiliger Dankgesang eines Genesenen an die Gottheit, in der lydischen Tonart” from String Quartet in a-minor op. 132 (1825)
  – Sigurður Sævarsson: An arrangement of a psalm from The Hallgrímur Passion (2007) World Premiere
  – Una Sveinbjarnardóttir: “Þykkt”. (2015)
  – J. S. Bach: A fuge from Die Kunst der Fuge (ca. 1750).
  SIGGI STRING QUARTET was founded in 2012 around the UNM Festival, Ung Nordisk Musik and has been active ever since, commissioning and premiering new quartets along with performing old ‘standards’ from the string quartet repertoire. Siggi String Quartet’s members are four of Iceland most respected string players, all of them active as soloists, chamber music players and members of Iceland Symphony Orchestra.
  This season, 16/17, Siggi will host a series of concerts in Harpa Northern Lights Hall and Mengi, Óðinsgötu.
  http://www.siggistringquartet.com/
  Photo credits: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
  .

 • SATURDAY - FEBRUARY 25TH - CHRIS FOSTER - HADELIN

  16730108_1215990081847294_1141637590954423547_n
  ENGLISH BELOW
  Tónleikar í tilefni af útgáfu Hadelin, nýjustu plötu Chris Foster.
  Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
  Miðaverð: 2000 krónur.
  Enski þjóðlagasöngv
  arinn og tónlistarmaðurinn Chris Foster hefur verið búsettur á Íslandi um árabil þar sem hann hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, einn síns liðs og með öðrum, þar á meðal með Báru Grímsdóttur, söngkonu og tónskáldi en saman skipa þau hinn ástsæla dúett Funa. Chris hefur komið fram á tónleikum víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, í Kína, í Bretlandseyjum sem og á meginlandi Evrópu. ‘Hadelin’ er sjöunda breiðskífa Chris Foster sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir réttum fjörutíu árum, plötuna ‘Layers’. Síðar komu ‘All Things in Common’ (1979), ‘Sting in the Tale’ (1994), ‘Traces’ (1999), ‘Jewels’ (2004) og ‘Outsiders’ (2008).
  Hadelin hefur að geyma ellefu ballöður – þar af átta sem sóttar eru í enskan þjóðlagabrunn en að auki hljómar þar eitt nýtt lag Chris Foster og tvö frá Leon Rosselson. Textarnir hverfast um sígild yrkisefni á borð við ást og dauða, manninn í náttúrunni og heiminum öllum. Samúð og samkennd með þeim sem minna mega sín eru sem rauður þráður í gegnum lagatextana þar sem skynja má þrána eftir réttlæti og mannlegri reisn okkar allra. Stór hópur tónlistarmanna kemur fram með Chris á plötunni sem ljær henni einstaklega litríka og fjölbreytilega áferð, gítarar, fiðlur, kontrabassar og gömbur leggja til hljóðheiminn í bland við harmonikkur, dulcimer og slagverkshljóðfæri ýmiss konar auk söngradda. Á tónleikum í Mengi mun hópur íslenskra tónlistarmanna koma fram með Chris Foster.
  https://chrisfoster1.bandcamp.com/

  Hadelin / Chris Foster
  A release concert at Mengi
  Starts at 9pm. House opens at 8:30pm
  Tickets: 2000 ISK
  Chris Foster grew up in the south west of England. A master of his trade, he was recently described as “one of the finest singers and most inventive guitar accompanists of English folk songs, meriting legend status.” Over the past 40 years, he has toured throughout the UK, Europe, Canada and the USA. ‘Hadelin’ is Chris’ seventh solo album – his first ‘Layers’ released forty years ago, in 1977.
  “The songs on Hadelin tell many stories and have all sorts of connections with people and places that I have known over the years… They refer to the natural world, the rhythm of the seasons, birth, life, death, love, betrayal and the ebb and flow of the struggle for justice and human rights; all things that remain a constant, albeit shifting backdrop to the human condition, from generation to generation. With this in mind, I invited multi-award winning Jim Moray to produce the album, and I sought out musicians of the next generation, some of whose parents had copies of ‘Layers’ in their record collections, to join me in recording it, along with other friends who I have worked with over the years.” Chris Foster
  Hadelin was recorded partly in Reykjavík and partly in the UK and Chris was joined by a number of well known English folk musicians on the recording sessions. For this special one off launch concert at Mengi, Chris will be joined by a cast of singers and players who are living here in Iceland to re-create arrangements heard on the album.
  https://chrisfoster1.bandcamp.com/
  “Chris Foster merits legend status, one of the very best in the second wave of the Brit folk revival, as important as Martin Carthy, Dick Gaughan and Nic Jones in the way he modernised and invested traditional songs with inventive guitar arrangements and potent vocal delivery.”                                                                                 
  Colin Irwin – fROOTS

 • SUNDAY - FEBRUARY 26TH - HAFDÍS BJARNADÓTTIR & FRIENDS

  hafdis2
  ENGLISH BELOW
  Hafdís Bjarnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og hljómsveit í Mengi sunnudaginn 26. febrúar kl. 17:00.
  Síðdegistónleikar með frumflutningi á nýrri tónlist fyrir blandaða hljómsveit eftir Hafdísi Bjarnadóttur auk eldra efnis. Hljómsveitin er skipuð fólki úr framvarðaliði í djassi, rokki og nútímatónlist en tónlist Hafdísar er sérstaklega samin með blöndu þessara tónlistarstefna í huga. Meðal þess sem verður á boðstólum er lag sem er unnið er úr afgöngum og rusli, proggarokk með sembal í fararbroddi og verk sem gengur út á leik með tónblæ talmáls. Auk þess verða flutt nokkur lög af gítarplötu Kristínar Þóru Haraldsdóttur sem kom út á síðasta ári.
  Hljómsveitina skipa: Grímur Helgason bassaklarinett, Jóel Pálsson sópransaxófónn, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla og gítar, Hafdís Bjarnadóttir rafgítar, Ragnar Emilsson rafgítar, Guðrún Óskarsdóttir semball, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bassi og gítar og Magnús Trygvason Eliassen trommur.

  New music by composer and electric guitarist Hafdís Bjarnadóttir for a mixed band of rock, jazz and contemporary musicians. The band will, amongst others, perform a piece composed out of leftovers and trash from other pieces, a progressive rock inspired tune with harpsichord  in the centre and meditative guitar music by Kristin Thora Haraldsdottir. Band members are: Grímur Helgason bass clarinet, Jóel Pálsson soprano sax, Eiríkur Orri Ólafsson trumpet, Kristin Thora Haraldsdottir viola and guitar, Hafdís Bjarnadóttir electric guitar, Ragnar Emilsson electric guitar, Guðrún Óskarsdóttir harpsichord, Lovísa “Lay Low” Sigrúnardóttir bass and guitar and Magnús Trygvason Eliassen drums.

 • SUNDAY - FEBRUARY 26TH - HAFDÍS BJARNADÓTTIR & FRIENDS

x